Leita í fréttum mbl.is

Verður neyðarlögunum íslensku, hnekkt fyrir breskum dómstólum?

Hvort sem samningurinn verður samþykktur eða ekki, þá er það nær öruggt að þeir sem ekki fengu greiddar sínar innistæður upp í topp úr bresku og hollensku tryggingarsjóðunum, svokallaðir ofur-innistæðueigendur  muni sækja sinn rétt fyrir dómstólum.

 Verði samningurinn samþykktur, þá munu lyktir mála ofur-innistæðueigendana, gegn íslenska ríkinu,  fara fram fyrir  breskum dómstólum, en ekki íslenskum.

 Máli sínu til stuðnings munu þeir veifa áminningarbréfi ESA, um mismunun íslenskra stjórnvalda.  Til að styðja við áminningarbréfið munu þeir láta þess getið að íslensk stjórnvöld hafa ekki svarað bréfinu efnislega, með gagnrökum og hljóta því að vera sammála efni þess.  Einnig hafi þau í þrígang samþykkt að fara fram á ríkisábyrgð vegna Icesave.

 Verði samningurinn samþykktur þá virkjast eftirfarandi atriði:

"Grein 10.9 Lög sem gilda. SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA   ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.“

 Í stuttu máli, þá verður skorið úr um lögmæti neyðarlaganna íslensku, fyrir breskum dómstólum, skv. breskum lögum, fari svo að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. Apríl.  

Að samþykkja lögsögu dómstóla erlends ríkis til þess að túlka og dæma um lögmæti íslenskra laga, heitir á góðri íslensku, fullveldisafsal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvorki Bretar né Hollendingar hafa grundvöll til að fara í mál við ríkið Ísland. Þeir eiga/verða  að sækja þá sem áttu bannkanna. Þessu eigum við að halda á lofti.

Valdimar Samúelsson, 28.3.2011 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband