Leita í fréttum mbl.is

Verðlaunablaðamaður túlkar jafnréttislöggjöfina, með sínu pólitíska rétttrúnaðarnefi.

Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Hauksson, sá hinn sami og féll á eftirminnilegan hátt í beinni útsendingu sjónvarps í munnlegu prófi í túlkun á stjórnarskrá lyðveldisins.  Setur aftur á sig, ,,gleraugu" hins óskeikula lagatúlkanda.  Nú er það túlkun á jafnréttislöggjöfinni í tilefni  dóms eða úrskurðar, Kærunefndar jafnréttismála, í skrifstofustjóramálinu.  Í bloggi Jóhanns á dv.is, stendur meðal annars: 

,,Arnar Þór Másson var metinn hæfastur samkvæmt ráðningarferli sem er örugglega nákvæmara og leitar uppi verðleika umsækjenda með kerfisbundnari hætti en þegar geðþóttinn og stjórnmálatengslin réðu ferðinni.

Kærandinn Anna Kristín Ólafsdóttir hafnaði í 5 sæti úrvalshópsins sem eftir var þegar “kerfið” var búið að sigta 36 keppinauta frá.

Í úrskurði hæstaréttarlögmannanna í kærunefndinni, þeirra, Björns L. Bergssonar, Erlu S. Árnadóttur og Þóreyjar S. Þórðardóttur stendur orðrétt:

“Kærandi fékk 32 stig af 40 í fyrra viðtali en sá sem skipaður var í embættið fékk 35 stig. Í seinna viðtalinu fékk kærandi 4,5 stig af 17 en sá sem skipaður var fékk 13 stig af 17.”

Og síðar segir:

“Þegar höfð er til hliðsjónar sérhæfðari menntun kæranda, fjölþættari reynsla, meðal annars í stjórnsýslustörfum, og það að hlutrænt sýnist hæfni kæranda í þeim hæfnisþáttum sem sérstaklega var óskað eftir vera meiri en þess sem embættið hlaut, verður stigagjöf sem byggist á svo ógagnsærri greiningu sem raun ber hér vitni ekki lögð til grundvallar andstætt lögbundnum grundvelli mats kærunefndar jafnréttismála.”

Það sem kærunefndin gerir – að athuguðu máli – er að umturna matinu sem lagt var til grundvallar. Kærandinn fær “aukastig” hjá kærunefndinni og kemst upp að hlið Arnars."

 Jóhanni tekst, líkt og öllum þeim sem tekið hafa til varnar fyrir forsætisráðherra, að skauta fram hjá því, sem fyrt og fremst á að liggja til grundvallar, samkvæmt lögum,þegar ráðið er í opinberar stöður. (Undirstrikaði textinn hér að ofan) 

Umframmælingar, hversu ,,faglegar" sem þær eru og hversu virtur sá aðili sem að þeim stendur er, hafa ekkert lögformlegt gildi.  Heldur eru aðeins til hliðsjónar og ættu af þeim sökum, ekki að hafa neitt gildi í endanlegu mati á umsækjendum, sem  standa jafnfætis að loknu lögformlega matinu og eru af sitt hvoru kyninu.

Hins vegar gætu þessar umframmælingar, verið fullkomnlega eðlilegar, þegar staða umsækjenda af sama kyni er jöfn eða svipuð, eftir að lögformlegt hæfnismat hefur farið fram.

 Það er nánast óhugsandi, í ljósi þeirrar yfirlýsingar forsætisráðherra, að þung áhersla hafi verið lögð á það að fylgja jafnréttislöggjöfinni í einu og öllu í ráðningarferlinu,  að ráðherranum og starfliði ráðuneytisins, hafi yfirsést, ómeðvitað, vægi lögbundinna matsskilyrða, umfram vægi ,,faglegra" matsatriða í jafnréttislöggjöfinni. 

Í stuttu máli, má því segja að jafnréttisbaráttukonan, Jóhanna Sigurðardóttir og hennar starfsfólk, hafi yfirsést sú augljósa staðreynd að umsækjendurnir, voru ekki af sama kyni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband