Leita í fréttum mbl.is

Skammarleg vinnubrögð Byggðastofnunar.

Þó svo að eflaust megi kaupa rök stjórnar Byggðastofnunar, þá er ekki hægt að líta framhjá því að Byggðastofnun var ekki að koma að málinu í gær eða fyrradag.  Það er meira að segja líklegra en ekki, að fulltrúi (lögfræðingur) Byggðastofnunar hafi komið að samningaviðræðunum um kaup Lotnu ehf. á eignum úr þrotabúi Eyrarodda.

 Lögfræðingur Byggðastofnunar skrifar undir samninginn í umboði Byggðastofnunar, annað væri umboðssvik og skjalafals. Við undirskrift samnings, þá hófu eigendur Lotnu, undirbúning að því að starta aftur fiskvinnslu á Flateyri, ráða fólk og allt það sem til þurfti, til að hefja þar aftur vinnslu. Það undirbúningsferli getur ekki hafa farið framhjá Byggðastofnun, því oftar en einu sinni var greint frá gangi máli þar vestra í fréttum.

Það hlýtur því að teljast hæpið að Byggðastofnun geti sagt sig frá þeim skuldbindingum stofnunarinnar, sem kunna að vera í samningnum. 

Skiptir gjaldþrotasaga eigenda Lotnu í rauninni engu máli hvað það varðar.  Nema auðvitað að í einhverju þessa gjaldþrota, hafi verið framið lögbrot.  Þar dugir þó ekki orðrómur eða ásökun um lögbrot, heldur þarf þá lögbrotið að vera staðfest með dómi.  Hafi Byggðastofnun, starfsfólki hennar eða stjórn ekki verið kunn viðskiptasaga eigenda Lotnu, þegar gengið var til samninga, þá er því einu um að kenna að Byggðastofnun hafi ekki unnið heimavinnuna sína og framkvæmt áreiðanleikakönnun á eigendum Lotnu.

 Einnig verður að telja ummæli stjórnarformanns Byggðastofnunar, að loknum stjórnarfundinum, í besta falli vafasöm.  Þar sagði stjórnarformaðurinn að stjórnarfundurinn hafi í raun verið óþarfur, þar sem að stofnunin hafi í raun verið búin að taka þessa ákvörðun, áður en að stjórnarfundurinn sem taka átti og tók þessa ákvörðun var haldinn. 


mbl.is Áfram fiskvinnsla á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Ég held að allir ættu að vera þessum málalokum fegnir, ekki síst heimamenn. Þessir kallar ætluðu bara, eins og í hin 17 skiptin, að hirða kótann og láta sig hverfa. Þeir ætluðu alls ekkert að borga, og því síður að reka útferð eða byggja upp, það ætti öllum að vera ljóst að til þess hafa þeir ekki vilja né getu.

En við; íslendingar, erum alltaf að "skjóta" sendiboðana. Ég, sem skattgreiðandi í þessu landi,(því miður), er feginn þessari ákvörðun Byggðastofnunar, sem fer með almannafé

Dexter Morgan, 26.2.2011 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband