Leita í fréttum mbl.is

Er krónan best í heimi?

 Þeir sem undanfarin misseri hafa hrópað á torgum, eða bara þar sem einhver hefur nennt að ljá eyra, að krónan sé ónýtur gjaldmiðill á pari við Matadorpeninga, troða sér nú hvern fjölmiðilinn af fætur öðrum og krefjast þess að þjóðin setji exxið sitt við ,,já" í þjóðaratkvæðinu um Icesave.

 Rök þeirra allra fyrir samþykkt samningsins, eru á þann hátt að þetta sé í sjálfu sér ekkert mál, enda þurfi ríkissjóður bara að taka á sig ca. 50.000.000.000.-kr. skuldbindingu.  

Hafa ber þó í huga, að eigi slíkt að ganga upp, þá hefur krónan breyst úr gjaldmiðli á pari við ,,Matador-penginga" að mati þeirra er samþykkja vilja samninginn,  í heimsins sterkasta gjaldmiðil.  

Skásta sviðsmyndin sem sett hefur verið upp vegna Icesave, er nefnilega byggð á þeim forsendum, að gengi hér haldist algjörlega stöðugt og möglunarlaust gangi að fá greitt úr þrotabúi Landsbankans.

 Versta sviðmynd varðandi samþykkt á Icesave gerir hins vegar ráð fyrir því, að krónan sveiflist ekkert ósvipað því og hún hefur gert um áraraði, ásamt því að einhverjar tafir verði á útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans.   Er í þeirri sviðsmynd reiknað með að ca. 250.000.000.000.-kr falli á Ríkissjóð (skattgreiðendur).

Nú um stundir er það svo að nánast hafa myndast biðraðir fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, skipaðar fulltrúum þeirra er stefnt hafi skilanefnd Landsbankans vegna þrotabúsins.  Líklegt er því að eitthvert þessara dómsmála sem bíða meðferðar Héraðsdóms og líklegast svo Hæstaréttar í framtíðinni, komi til með tefja eitthvað útgreiðslur úr þrotabúinu.

 Hins vegar er það nú svo, að það er ekki einu sinni öruggt að áframhaldandi gjaldeyrishöft, megni það að halda stöðunni innan verstu sviðsmyndarinnar, hvað þá þeirrar skástu.  Þannig að vel er hægt út frá því að reikna líkurnar á afnámi gjaldeyrishafta næstu áratugina, frekar litlar og í rauninni engar. Auk þess sem að reikna má við gríðarkostnaði Seðlabankans við halda genginu ,,stöðugu", svo staðan verði ekki verri en versta sviðsmyndin.

 En auðvitað gætum við fagnað því, færi svo að skásta sviðsmyndin gengi upp, því þá væru ,,Matador-peningarnir" orðnir gulls ígildi og ætla mætti þá að þjóðir heims biðu í biðröðum eftir því, að fá að taka upp hina íslenska krónu sem sinn eigin gjaldmiðil.

 En að lokum má líka benda á það, að flestir þeirra er trúa á skástu sviðsmyndina, töldu einnig að þjóðinni væri ekki stætt á öðru en að samþykkja bæði Icesave I og II, því annars færi hér allt á hliðina og notuðu þeirri kenningu sinni til stuðnings, frasa á borð við ,,Kúbu norðursins" og fleiri í sama dúr.

 Höfum við frekari ástæðu til þess að trúa þessu fólki núna, fremur en áður?


mbl.is Icesave hefur áhrif á samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, við höfum enga ástæðu til núna frekar en áður.  Og skynsamt fólk lætur aðeins ljúga í sig einu sinni, ef það á annað borð hefur lagt trúnað á ýkjusögur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband