Leita í fréttum mbl.is

Líklegast eru fréttir af væntanlegu andláti Jóhönnustjórnar ýktar.

Þrátt fyrir aðventuuppreísn þremmingana í Vg., þá eru í rauninni, litlar líkur á því að stjórnin falli. Þremenningarnir munu eftir sem áður verja ríkisstjórnina vantrausti.  Reyndar er það svo að enn yrðu eftir 32 þingmenn af 63, þó svo að þremenningarnir greiddu atkvæði með vantrausti á stjórnina.

Í veigamiklum málum sem að hin svokallaða órólega deild Vinstri grænna er á móti stefnu stjórnvalda, hefur aldrei farið svo að órólega deildin, sé fullmönnuð á þingi þegar atkvæði eru greidd um málin.  Þegar atkvæði voru greidd um Icesave fyrir tæpu ári, var t.d. Atli Gíslason í einu af sínum tiltektarleyfum frá þingstörfum.  Auk þess hafa hinir órólegu, gætt þess að mótatkvæði úr þeirra röðum við þau mál stjórnarinnar er þau ,,segjast" vera á móti, séu ekki það mörg að málin falli í atkvæðagreiðslu í þinginu. 

Til dæmis í Icesaveatkvæðagreiðslunni fyrir ári, náðu þau órólegu að smeygja sér undan því að fella Icesavesamninginn, með því að tvö þeirra greiddu atkvæði með samningum, með þeim orðum að þau myndu greiða atkvæði með tillögu um þjóðaratkvæði, er borin var upp í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um Icesave.  Hinir tveir þeirra fjögurra órólegu, greiddu hins vegar atkvæði gegn samningnum og gegn tillögunni um þjóðaratkvæði.

Reyndar hvatti Ögmundur, sem þá var í ,,nei-liðinu" forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar.  Hlýtur það að vera einsdæmi í þingsögunni, að þingmaður ,,biðji" forsetann að taka ákvörðun í máli, sem sjálfur á að taka ákvörðun á og hefði alveg sjálfur getað komið kring, hefði hinn meðlimur ,,nei-liðsins" ekki greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu líkt og Ögmundur gerði einnig. 

Slíkt hefði hins vegar getað fellt stjórnina og því það ekki í boði, að þau öll fjögur greiddu atkvæði á sama hátt, nema þá með samningum og gegn þjóðaratkvæði.  Þá hefði hins vegar grasrót Vg.  ekki fengið sinn reglulega ,,andófsleikþátt".

 Það er því alveg ljóst að þetta svokallaða andóf þeirra órólegu í Vg. mun líklegast ekki breyta miklu þannig séð.  Eina breytingin sem kann að verða, gæti þó verið að hinir svokölluðu álitsgjafar, gætu haft örlítið meira að gera við að ,,spá í spilin".

Hins vegar mun það engu skipta, hvernig kapallinn verður lagður. Reglum kapalsins verður bara breytt, eða þá svindlað í honum til þess eins að lengja líf óhæfrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta pakk sem situr við stjórn núna er EKKI vinstrimenn. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þetta eru loddarar, og svikarar og lygarar og hræsnarar, sem þykjast vera eitthvað sem þeir eru alls ekki. Jóhanna og Steingrímur hafa lítið gert annað en sleikja sig upp við erlendar fjármálaelítur þær sem standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, bukta sig og beygja fyrir þeim í hlýðni og undirgefni, seljandi land sitt og þjóð, sál sína og samvisku, og þeir sem hegða sér þannig eru auðvitað ekkert annað í stórkapítalistar. Var alinn upp í Svíþjóð Olafs Palme og myndi ekki kalla svona pakk vinstrimenn þó það kalli sig það sjálft, frekar en ég fari að kalla Hitler "sósíalista" bara afþví hann sjálfur skreytti flokk sinn nafnbótinni "þjóðernissósíalista", þegar hann var ekki meiri sósíalisti en svo að færa auðinn frá einni elítu til annarra, moka undir þýsk stórfyrirtæki, fjármagnaður af bandarískum stórfyrirtækjum eins og General Motors, og hygla vinum sínum..........og var til þess jafnvel tilbúinn að breyta fólki í sápu til að selja það. Þannig hugsa þeir sem vilja selja þegna sína. Jóhanna og Steingrímur eiga meira sameiginlegt með slíkum aðilium en í fyrstu virðist, þau lugu til dæmis blákalt að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að blæða út af misbrestum rétt yfir þrjátíu íslenskra viðskiptamanna, en á svipuðum forsendum hugsuðu nazistar að allir gyðingar, venjulegt fólk, þyrftu að gjalda fyrir óvinsældir nokkurra bankamanna. Þannig hugsa allir gerfi "sósíalistar", þjóðernis, grænir eða samspillingar - sósíalistar, breytir engu máli. Hjarta gerfisósíalismans slær eins, mun hraðar og örar fyrir heimskapítalisman og glæpamenn en hjarta hins venjulega hægrimanns eða Sjálfstæðismanns, og ólíkt hægri arminum þjáist sá "vinstri", sem svo segist vera líkt og nazistarnir lugu líka upp á sig, ekki aðeins af eigingirni heldur líka af heimsku og barnaskap. Ég er vinstrimaður í húð og hár en ég kýs frekar þá sem þykjast ekki vera annað en þeir eru en þá sem hæðast að hugsjónum mínum og spíta þannig í andlit hins sanna sósíalisma. Olaf Palme átti álíka mikið sameiginlegt með þessu pakki og Hitler.

Svíinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband