Leita í fréttum mbl.is

Kattaþvottur og sögufölsun Umbótanefndar Samfó.

Þegar Samfylkingin settist í stjórn með Sjálfstæðisflokknum vorið 2007, þá voru tengsl flokksins við marga þeirra útrásarvíkinga, er mest komu við sögu í hruninu, ca. fjögurra ára gömul, eða síðan fyrir kosningar 2003,  eins og Borgarnesræða Ingibjargar, bendir svo greinilega á.

Mánuðina þar á undan hafði ýmislegt gengið á.  Eftir þriggja manna 300 milljóna tal í London, hófst umfangsmikil skattrannsókn á fyrirtækjum Bónusfeðga og á fyrirtækjum Jóns Ólafssonar, kenndan  við Skífuna.  Það var því engin tilviljun að nöfn þessara aðila hafi komið fram á áberandi hátt í Borgarnesræðu Ingibjargar, enda þurftu þessar viðskiptablokkir, pólitískan bakhjarl á þeim tíma.  Þeim var þess vegna tekið opnum örmum í Samfylkingunni, enda mikil von til þess að flokkurinn gæti með myndarlegum fjárstuðningi þeirra, keypt sig til valda. Afrakstur þessa fóstbræðralags, varð meðal annars barátta Samfylkingar gegn fjölmiðlafrumvarpinu auk þess sem þingmenn flokksins gagnrýndu oftar en einu sinni rannsóknina á Baugsmálinu í ræðum og í fyrirspurnum í þinginu.

Samfylkingin tók einnig Kaupþings-klikunni opnum örmum, eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði blöskrað launamál stjórnenda bankans.  Á þeirri stundu varð stjórnendum Kaupþings það ljóst, að þyrftu þeir ,,pólitískt skjól", þá væri það ekki í Sjálfstæðisflokknu.  Fór því svo að Samfylkingin tók Kaupþingsgenginu einnig opnum örmum.

 Það er því í rauninni móðgun við þjóðina, að Samfylkingin skuli láta sér detta það í hug, að bjóða þjóðinni upp á þá söguskýringu að flokkurinn hafi verið haldin ,,Blair-isma" á háu stigi, eða ,,of" hlýðinn samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins.   Andvaraleysi flokksins í hruninu var keypt af stjórnendum þeirra banka er mestum skaða ollu í hruninu, nokkrum misserum, áður en Samfylkingin settist í ríkisstjórn þá, er var við völd í hruninu.


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk....loksins að maður sé einhvern sem man nokkur ár aftur í tímann

Doddi (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þetta er kjarni málsins um þátt Samfylkingarinnar, og það er ekki beðizt neinnar afsökunar á honum. Ríkisútgjöld þöndust úr í bólunni og það er heldur engin afsökunarbeiðni þar að lútandi, eða man einhver eftir því að Samfylking (eða VG ef út í það er farið) hafi varað við of mikilli útþenslu ríkisútgjalda?

Skúli Víkingsson, 4.12.2010 kl. 22:03

3 identicon

Þessi umbótanefnd virðist ekki telja að Samfylkingin hafi verið áhrifavald í íslenskum stjórnmálum fyrir ríkisstjórn Geirs Haarde.

Við þetta má bæta að það var Samfylkingin sem var í bílstjórasætinu þegar Ísland var keyrt með offorsi í evrópska efnahagssvæðið og var reglugerðum og reglugerðaleysi samningsins bunað í gegn á ljóshraða. Fáir vissu landið var varnargirðingarlaust fyrir fjármálaglæpum. Siðleysingjarnir voru aftur á móti fljótir á bragðið eins og allir vita í dag.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeim fer fjölgandi sem finnst vera kominn tími á að gefa stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband