Leita í fréttum mbl.is

Bráðabrigða-stjórnarská á 1.500 milljónir?

Þá er það loksins orðið ljóst, hverjir muni taka sæti á stjórnlagaþinginu.  Flest atkvæði fékk Þorvaldur Gylfason.  Annars eru þingmenn allir utan 3 af Höfuðborgarsvæðinu.

 Þorvaldur talar þar um þing allrar þjóðarinnar, líka þeirra sem ekki kusu.  Ætli hann taki sama spuna á þingið og kollegi hans úr Háskólanum, Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnarskrárnefndar.  En Guðrún sagði eitthvað á þá leið, að ef að fólk hefði verið óánægt með stjórnlagaþingið, þá hefði það mætt á kjörstað og skilað auðu.  Slík túlkun er frekar vafasöm, því vanalega skilar fólk ekki auðu í kosningum, nema það sé óánægt með það sem í boði er í kosningunum (frambjóðendur). Óánægja með stjórnlagaþingið í heild sinni, er því sýnd með því að láta ekki merkja við sig á lista mættra á kjörstað.

Aðaltakmark Þorvalds á stjórnlagaþinginu, verður samkvæmt orðum hans í Kastljósinu, að afgreið bráðbrigðastjórnarskrá til tveggja ára og búa svo um hnútana að Alþingi geti ekki annað en vísað niðurstöðum stjórnlagaþingsins óbreyttum til þjóðarinnar.

Í orðum Þorvalds fellst það, að búið skuli svo um hnútana, að flokkur manna, er tæplega 40% þjóðarinnar kaus til setu á stjórnlagaþinginu, muni setja öðrum hópi manna, er ca. 80% þjóðarinnar kaus.

 Reyndar er það nú svo, að í lögum um stjórnlagaþing, þá hefur stjórnlagaþingið möguleika á því að vísa niðurstöðu sinni sjálft til þjóðarinnar. Það er mun heilbrigðara og í raun lýðræðislegra að það yrði gert, frekar en að ætlast til þess að aðrir geri það.

Hvað bráðabrigðastjórnarskrána varðar, þá er slíkt frekar hæpið, nema þá að stjórnlagaþingið setji í bráðabigðastjórnarskrána, að kjörtímabili alþingismanna skuli aðeins vera tvö ár, eða þá að það þýði að ekki þurfi tvö þing með kosningum á milli, til þess að ný stjórnarskrá, eða breytingar á stjórnarskrá taki gildi.

 Að öðrum kosti, tæki bráðabrigðastjórnarskrá Þorvalds gildi eftir nærri þrjú ár.  Ekki er við því að búast að Jóhönnustjórnin fari frá völdum á miðju kjörtímabili, bara til þess eins að hleypa að nýrri stjórnarskrá. Fyrri samþykkt Alþingis á stjórnarskrá, yrði því ekki fyrr en skömmu fyrir kosningar vorið 2013. Seinni samþykktin yrði svo sumarið eða haustið 2013, þegar nýtt þing kæmi saman. Líklegt væri þá að ný stjórnarskrá, tæki gildi á 95 ára fullveldisafmælinu. Sem væri eflaust líkt og köld tuska í andlit þeirra er standa vilja vörð um fullveldið, því draumur stjórnvalda eða í það minnsta Samfylkingarhluta þeirra, er að rýra fullveldið á þann hátt að ESB aðild verði möguleg.  Slíkt mun einnig vera ósk Brusselherrana.

Það er því nokkuð ljóst að kjósa þyrfti aftur hér vorið 2015, þar sem tveggja ára stjórnarskrá Þorvaldar félli úr gildi, 1. des 2015 og frá þeim tíma væri þá áætlað að stjórnarskrá til frambúðar tæki gildi.

 Hvað skyldu svo þessi ósköp öll kosta?  Gróflega reiknað fer kostnaðurinn, með öllu vart undir 1.100 milljónir en gæti farið upp í 1550 milljónir:

Þjóðfundur ca 100 milljónir.

Kosning til Stjórnlagaþings 200-250 milljónir, að minnsta kosti. ( þjóðaratkvæði með já/valkosti kostar 200 - 250 milljónir og því stjórnlagaþingskosning vart undir þeirri upphæð)

Stjórnlagaþingið sjálft, 400 -700 milljónir.

Þjóðaratkvæði um niðurstöðu stjórnlagaþings 200 - 250 milljónir.


mbl.is Þing allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég tel mikilvægast í nýrri stjórnarskrá eru skýr lög um kynferðislegt ofbeldi. Samkvæmt konum sem mest vit hafa á kynferðislegu ofbeldi hafa nánast allar konur verið beittar kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi (síðast í dag, til dæmis, sáum við vitnisburð konu sem brotið hafði verið á m.a. með augnaráði sem gaf til kynna að hún væri ekki lengur barn, og setningunni: "þú ert ekki lengur stelpa þú ert kona". Það brot gegn konunni (þessi setning) átti sér stað 11. jan 1986. Það kynferðisbrot sem fólst í augnaráði sem gaf til kynna að hún, brotaþolinn, væri ekki lengur barn átti sér stað þegar brotaþoli var á bilinu 15 til 20 ára - og væntanlega einnig eftir það. Fyrst það er svo að nær allar konur hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af þessu eða öðru tagi þá gefur augaleið að nær allir karlmenn eru sínkt og heilagt að beita þær kynferðislegu ofbeldi. Samt ganga nær allir karlmenn landsins, já allir þessir glæpamenn lausir! Ég spyr: á það að viðgangast endalaust? Því málið er að kynferðisbrot gegn konum taka á sig svo óteljandi myndir: geta til dæmis verið á þann hátt, eins og við sáum á pressunni í dag, að viðkomandi fremji glæp sinn með því að segja : "þú ert ekki lengur stelpa, heldur kona." Eða með því að horfa á hana með augnaráði sem gefur til kynna að hann, brjótandinn, líti ekki lengur á hana sem barn, heldur sem konu. Þess vegna þarf svo ítarlega löggjöf um kynferðisglæpi gegn konum, þarf lög sem ná til dæmis utan um kynferðisbrot sem þessi.

asdis o. (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Takk fyrir innlitið Ásdís.  Ég held hins vegar að löggjöf varðandi kynferðisglæpi og aðra glæpi, eigi ekki beint heima í stjórnarskrá, heldur í hegningarlögum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.11.2010 kl. 22:40

3 identicon

Ég held hún hafi verið með kaldhæðni. Ætla allavega rétt að vona það.

Óli (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:33

4 identicon

Hvað með það? Ég þekki nánast öll hverfi borgarinnar mjög vel, og hef búið í nokkrum, og ég þekki líka vel til út á landi og hef búið þar. Ég skal segja þér sannleikan. Besta fólkið býr í 101, þannig er það nú :)

101 (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband