Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað á þjóðin að eiga lokaorðið.... Vá sem fjölmiðlar líta framhjá.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti Icesave 1, þá var það eftir töluverða umhugsun.  Að lokum féllst hann þó á að staðfesta lögin, vegna þeirra efnahags og lagalegu fyrirvara sem var í þeim lögum.  Það var því í rauninni rökrétt niðurstaða, hjá Ólafi að synja Icesave 2 (eða lögum Nr.1/2010), þar sem öllum fyrirvörum fyrra frumvarps hafði verið sópað burt.   Fari svo að Icesavesamningur 3, verði  ekki öðruvísi en Icesave 2 nema hvað vaxtaprósentur verði lægri og einhver vaxtalaus tímabil, þá er það einboðið að Ólafur synji þeim lögum einnig. Enda voru vextir og vaxtakjör ekki ástæða synjunar Ólafs, heldur ólögvarin krafa Breta og Hollendinga um greiðsluskyldu okkar.

 Fari Icesave í annað skiptið á ca. ári í þjóðaratkvæðagreiðslu, er það alveg morgunljóst að áhugi stjórnvalda fyrir því þjóðaratkvæði, verður mun meiri, en fyrir þeim kosningum er fram fóru 6. mars sl. Ástæðan fyrir því er að líf ríkisstjórnarinnar, mun hanga á þeim bláþræði, að synji þjóðin einnig samningunum, þá verður samningsumboðið endanlega tekið af stjórnvöldum, auk þess sem viðsemjendur okkar, myndu ekki sjá ástæðu til þess að ræða við þessi sömu stjórnvöld.  Dómstólaleiðin væri þó ekki fyrsti valkostur hjá viðsemjendur okkar, fremur en áður, enda væri Icesavedeilan fyrir lifandis löngu farin fyrir dómstóla, teldu viðsemjendur okkar sig hafa hina minnstu von um sigur.

 Eitt ber þó að hafa í huga, sem að fengi flest ábyrg stjórnvöld til að staldra við. Það er að fyrir nokkrum vikum, þá var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn skilanefnd Landsbankans, þar sem kröfuhafar óviðkomandi Icesavedeilunni höfða mál, vegna þess forgangs í kröfur þrotabús Landsbankans, sem uppgreiðsla Icesave mun hafa.  Fari það mál á versta veg, þá er það nær öruggt að þær tölur sem nefndar hafa verið nýverið sem hugsanlegar greiðslur Íslendinga, vegna ólögvarinna krafna Breta Hollendinga, margfalt lægri en þær gætu orðið á endanum.  Enda mun það gerast, fari þetta dómsmál á versta veg, að kröfuröð í þrotabú Landsbankans mun breytast á þann hátt að kröfur vegna Icesave munu færast mun aftar í röðina.  Af þeim sökum munu því eignir Landsbankans ekki ganga, nema af mjög litlum hluta upp í þessar ólögvörðu skuldbindingar, sem Bretar og Hollendingar vilja leggja á okkur, með aðstoð Bretavinnugengisins.


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Pálsson

Það er frumskylda stjórnmálamanna að sýna þjóð sinni auðmýkt og virðingu. Þetta hafa Steingrímur og Jóhanna alls ekki gert. Eftir að hafa gjörtapað þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave þá hafa þau djöflast áfram við að koma þessum Icesave-voða yfir þjóðina.

Á þessum tveimur árum sem liðin eru frá hruni virðist sem þau hafi orðið fyrir súrefnisskorti og hætt að geta hugsað skýrt. Það á reyndar við um fleiri þingmenn án þess að ég sé að telja þá upp hér.

Komum rétti yfir Landsbankamenn og aðra þá sem ábyrgð höfðu á Icesave. Þá fyrst skal ég vera til viðræðu um að borga hlut í tjóninu.

Davíð Pálsson, 26.11.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband