Leita í fréttum mbl.is

Stefnan tekin á Mannréttindadómstól Evrópu.

Hvað sem fólki kann að finnast um málsókn Alþingis á hendur Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og meintar sakargiftir hans, þá getur fólk vart skrifað upp á þá málsmeðferð  sem stjórnvöld og stjórnarmeirihlutinn viðhafa í málinu.

 Fyrsta klúður í málsmeðferðinni, eftir ákvörðun um ákæru, var kjör saksóknara og varasaksóknara Alþingis.  Þar var gróflega farið á svig við lög um landsdóm og jafnvel voru þá lögin brotin.  Í lögum um landsdóm segir að Alþingi skuli jafnframt kjósa saksóknara og varasaksóknara.  Orðið ,,jafnframt" merkir í þessu sambandi: Að um leið og ákvörðun um ákæru er tekin, þá skuli þessir tveir saksóknarar kosnir af Alþingi, á sama löggjafarþingi og tekur ákvörðun um ákæru. Ekki því næsta, eins og gert var.

 Forseti landsdóms, jafnan er forseti Hæstaréttar, lét hjá líða í rúma tvo mánuði að skipa lögmann fyrir Geir, þó svo að lög um landsdóm, segi svo um.  Fór þar dómforsetinn undan í flæmingi með aðstoð skrifstofustjóra síns, með orðhengilshætti um það að tæknilega séð, þá væri Geir ekki ákærður, þó ákvörðun um slíkt hafi legið fyrir í rúma tvo mánuði.  Forseti landsdóms ákvað svo að brjóta odd af oflæti sínu með því að skipa verjanda fyrir Geir, eftir að hafa ráðfært sig við saksóknara Alþingis (ákærandans).  Eins og að saksóknari eigi eitthvað með það segja hvenær einstaklingur með stöðu sakbornings, eigi að fá skipaðan verjanda.

 Síðan eru bæði saksóknarinn og dómforsetinn í ráðgjafavinnu fyrir Dómsmála og mannréttindaráðuneytið, vegna lagabreytinga um landsdóm, er fara á í nú tæpum þremur mánuðum, eftir að ákveðið var að ákæra Geir á grundvelli þeirra laga um landsdóm, er þá voru í gildi og það, þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki talið ástæðu til lagabreytinga þegar ákveðið var að ákæra. 

Ef landsdómur vísar ekki málinu frá vegna hinnar fáheyrðu málsmeðferðar sem þegar er orðin að veruleika, er alveg ljóst að mannréttindadómstóll Evrópu mun dæma Geir í vil og ógilda málið. Það væri mikil skömm fyrir það fólk sem að þessu stendur. Ef það gerist, þá á forseti landsdóms auðvitað ekki annan kost en að segja þegar af sér sem hæstaréttardómari og í raun allir þeir hæstaréttardómarar er skipa munu landsdóm. Eins ættu þessar fíflalegu æfingar vegna málsins að verða í réttarsögu Íslands að dæmi sem kennt væri í skólum öðrum til varnaðar.  

Einnig ætti þá dóms og mannréttindaráðherra ( verði hann enn í embætti) ásamt þeim þingmönnum, er styðja þennan fíflagang ráðherrans að hugsa sinn gang, verði farsinn ekki stoppaður af, áður en að Mannréttindadómstóll Evrópu, tekur réttvísi ,, Nýja" Íslands til bæna.


mbl.is Allt rangt við þetta frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rökrétt niðurstaða er að þetta fólk sé að gera þetta svo úr garði að Geir verði örugglega sýknaður sökum formgalla. Órrökrétt niðurstaða er að þetta er fávitar.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband