Leita í fréttum mbl.is

Á meðan bankarnir semja, rukkar ríkið af hörku.

Þeir sem hlustuðu á stefnuræðu forsætisráðherra þann 4. október síðastliðinn, muna eflaust eftir því að hafa heyrt í gegnum nið tunnusláttarins fyrir utan Alþingishúsið, skammir forsætisráðherra bönkunum til handa. Forsætisráðherra skammaði bankana fyrir það að draga lappirnar við lausn á skuldavanda heimilana og sagði þá fyrst og fremst standa í vegi fyrir því, að hin fjölmörgu úrræði ríkisstjórnarinnar til lausnar skuldavanda heimilana hefðu ekki virkað sem skildi.

Bankarnir svöruðu forsætisráðherra fullum hálsi, strax daginn eftir og sögðust hafa getað hjálpað mun fleiri fjölskyldum og einstaklingum í skuldavanda, ef í vegi stæðu ekki hið opinbera og stofnanir þess, eins og Skatturinn LÍN og Íbúðalánasjóður.  

Segja má að frétt sú er blogg þetta hangir við, staðfesti orð bankana og bendi á enn eitt bullið og rangfærslunar er koma úr munni, Hinnar Norrænu Velferðarstjórnar, sem að í þessu máli sem og öðrum hefur stöðugt bent á aðra og afsakað aðgerðaleysi sitt, með því allir aðrir en þau sjálf standi í vegi góðra mála.

Þetta mál sem og önnur mál skuldsettra heimila, sem liggja hjá ríkinu og stofnunum þess,  gæti ríkisstjórnin leyst á innan við viku, sé til þess nokkur vilji. Það eru jú ráðherrar í öðru ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, er hafa forræði yfir þeim ríkistofnunum sem í vegi standa. Ekki bankarnir og því síður stjórnarandstaðan.  Boltinn er hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hvergi annars staðar.


mbl.is Gat ekki samið við LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki Jóhönnustjórnin einfaldlega að pína okkur í svaðið svo að á endanum virðist það vera bjargráð að hlaupa undir verndarvæng ESB og við munum samþykkja það og Samfylkingin ná markmiði sínu?

Eða kannski er það bara samsæriskenning...

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2010 kl. 23:09

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég ætla ekki að skrifa undir þessi orð þín Guðmundur, að svo stöddu. En þetta er sjálfsagt ekkert ólíklegra en margt annað............

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.10.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband