Leita í fréttum mbl.is

Löggjafarvald vs.Framkvæmdavald.

Stærsta vandamál þingsins, er líklega það að frá lýðveldisstofnun, hefur sú þróun verið í gangi að Framkvæmdavaldið, hefur smám saman rænt Löggjafavaldið völdum.

 Eitt dæmi sem að sýnir fram á að svo sé, er Fjárlagafrumvarpið.  Ríkisstjórnin hefur unnið það frumvarp og lagt það fram fyrir þingið. Með öðrum orðum, þá er þingið komið með Fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar.  Það breytir því ekki að ráðuneytum eru sagðir vera starfshópar í þeirri vinnu að skoða þá gagnrýni, sem á frumvarpið er komið og mögulegar leiðir til annarra leiða. Þarna er Framkvæmdavaldið í rauninni með bein afskipti af störfum þingsins. 

Hafi eitthvað verið lagt fyrir þingið, þá er það þingsins að ákveða breytingar og þess háttar og þinginu á að vera séð fyrir nægum fjölda fagmanna til þess að geta unnið úr tillögum ríkisstjórnarinnar.   Þegar þingið hefur svo farið með frumvarpið í gegnum þrjár umræður í þinginu, fær ríkisstjórnin frumvarpið aftur í hendurnar, með öllum þeim breytingum sem að í því eru og ber að framkvæma samkvæmt, samþykktu frumvarpinu.

Á sama hátt ber að vinna öll þau mál sem að frá ríkisstjórninni koma. Ríkisstjórn á hverjum tíma, hvorki semur né samþykkir lögin í landinu. Hlutverk ríkisstjórnar er eingöngu að leggja fyrir þingið, frumvörp og þingsályktunartillögur.  Þingið tekur svo frumvörpin og tillögurnar til efnislegrar meðferðar og samþykkir eða synjar.  Svo tekur ríkisstjórnin við að hrinda samþykkt Alþingis í framkvæmd.

 Það er  nefnilega ekki nóg að setja upp einhvern sparisvip og tala um skýrslu Atlanefndar sem einhverja sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins og samþykkja 63-0, ef að öll vinnubrögð, hrökkva strax daginn eftir í sama farið.


mbl.is 70% vilja ný framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband