Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin að pissa í skóinn sinn?

Samkvæmt frétt á visir.is, þá mun Björgvin G. Sigurðsson taka sæti á Alþingi að nýju, þegar Alþingi kemur saman þann 1. okt.  Þar með munu þrjú lykilvitni af í það minnsta fimm, sitja á Alþingi, þegar rannsókn á máli Geirs Haarde, vegna komandi málareksturs fyrir landsdómi.

 Í þeirri rannsokn verður meðal annars undirskrift Ingibjargar á yfirlýsingu ríkisfjármálahóps í nafni Jóhönnu, koma til skoðunnar.  Gegn neitun Jóhönnu á því að undirskrift Ingibjargar hafi verið vegna Íbúðalánasjóðs, munu auk Ingibjargar bæði Geir og Árni Matthiesen veita eiðsvarinn vitnisburð um að neitun Jóhönnu sé ekki sannleikanum samkvæm.  

Reikna má einnig með að ræddur verði skortur á meintum skorti á  upplýsingaflæði til Björgvins G., sem Ingibjörg er sögð hafa staðið að ásamt Össuri.  Þar mun eflaust vera kallaður til skýrslutöku, Jón Þór Sturluson, er var aðstoðarmaður Björgvins í Viðskiptaráðuneytinu.  Jón Þór fylgdi Ingibjörgu á fundi þá sem Ingibjörg fór á, sem ráðgjafi hennar.  Ingibjörg sagði í sinni greinargerð er hún sendi öllum þingmönnum á föstudaginn var, að hún hefði ekki leynt Björgvin neinum upplýsingum. Það er því borðleggjandi, að hún á ekki annan kost en að standa við þau orð, við skýrslutöku.  Þá er það spurningin, hvað Jón Þór segi í sínum eiðsvarna framburði við skýrslutöku?  Styður hann fullyrðingar Ingibjargar, eða heldur hann hlífiskyldi yfir Björgvini?

 Þáttur Össurar mun einnig verða til umræðu.  Mun koma fram við skýrslutökur, að hans aðkoma hafi verið mun meiri, en frá og með Glitnishelginni?

 Þáttur Ingibjargar, eða vitneskja um hann mun svo vera byggð á vitnisburðum, Geirs, Árna, Björgvins og Jóns Þórs, auk þess sem að vitnisburður Össurar gæti haft þar einhverja vigt.

Skúli Helgason, sem að greiddi atkvæði með málsókn á hendur Geir, en gegn málsókn á hendur Ingibjörgu og hinna ráðherrana, gæti svo verið kallaður til vitnis, enda var hann framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar árin 2006- 2009 og kom að myndun Þingvallastjórnarinnar sem slíkur og á eflaust sína kafla í stjórnarsáttmálanum.

Fari svo eins og margir lögfróðir menn hafa bent á, að Geir Haarde verði sýknaður fyrir landsdómi, þá mun hann ganga frá borði, sem saklaus maður. Hvað sem dómstóll götunnar segir.  Samfylkingarráðherranir tveir og Björgvin, munu hins vegar þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeim sé vært lengur á þingi eður ei.  

Svo er það auðvitað spurningin, hvort að þingflokki Vinstri grænna, er kaus allur með ákærum á hendur Björgvini G. , geti hugsað sér að starfa í ríkisstjórn með flokki sem inniheldur, einn af þeim sem að þeir telja bera ábyrgð í hruninu.   Sú staða er reyndar kominn upp að í 35 manna stjórnarmeirihluta á þingi, eru 18 þingmenn, sem telja Björgvin hafa brotið nóg af sér í starfi, svo stefna beri honum fyrir landsdóm. Varla er því hægt að búast við neinni lognmollu í samstarfi stjórnarflokkanna á næstu vikum og mánuðum.


mbl.is Einar Kr.: Sýnir forherðingu Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband