Leita í fréttum mbl.is

Breyttar forsendur eða missti órlega deildin exportbaukinn ofan í hugsjónakaffið sitt?

Í gær eða fyrradag, fullyrti Ögmundur Jónasson, meintur leiðtogi órólegu deildar Vinstri hreyfingar græns framboðs, að sér væri óhætt að setjast að nýju í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Icesavedeilan væri komin í ásættanlegan farveg". 

Fréttir af samningafundum í deilunni benda hins vegar til þess að ekkert hafi breyst.  Enn sé ekkert í boði, en farsæl lausn Félaga Svavars, er hann hespaði af fyrir rúmu ári, svo hann kæmist í sumarfrí á tilsettum tíma.  Sama lausn og yfir 90% þeirra er tóku þátt í þjóðaratkvæðisgreiðslu þann 6. mars sl.  Það eina sem að kann að hafa breyst, er það að gömlu nýlenduherranir, bjóða nú vaxtaafslátt á ólögvarðar kröfur sínar.  Enn mun  ríkisábyrgðar vera þörf, þrátt fyrir að slík ríkisábyrgð sé óheimil, samkvæmt regluverki ESB. 

Eina breytingin er í raun sú, að nú er íslensku þjóðinni, boðið það að vera lamin í hausinn með naglaspytu með 3ja tommu nagla í, í  stað fjögurra tommu nagla.

Séu þetta þessar breyttu forsendur og farvegur sem Ögmundur talaði um, þá eru þær breytingar ekki að sjá varðandi Icesave.  Breytingarnar hljóta því að liggja í þverrandi styrkleika, svokallaðs hugsjónakaffis órólegu deildar Vinstri grænna.  Er engu líka en að einhver hafi misst export-baukinn ofan í hugsjónakaffið við síðustu uppáhellingu.

 


mbl.is Íslendingar greiði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Við skulum bara vona að Ögmundur hafi ekki "púllað" Steingrím á þetta, þ.e. selja allar sínar hugsjónir fyrir ráðherra stólinn.!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.9.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það sem þeir gerðu hjá stjórninni var að kaupa sér atkvæði sjáið bara hvað Ögmundur verður þægur í framtíðinni!

Sigurður Haraldsson, 3.9.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband