Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskránni þarf að breyta, en stjórnlagaþing óþarfur leikþáttur í þeim breytingum

Komandi stjórnlagaþing, er í rauninni bara dapurleg birtingarmynd duglausra og ráðþrota stjórnvalda.  Telji stjórnvöld á hverjum tíma, breytinga þörf, þá vinna stjórnvöld þeim breytingum fylgis og fá þær breytingar samþykktar á Alþingi.  Svo að loknum næstu kosningum, þá staðfestir nýkjörið Alþingi þær breytingar, eða ekki.  Stjórnlagaþingið, tekur þann "kaleik" ekki frá stjórnvöldum. Enda er það skýrt í lögum um stjórnlagaþing, að það leggi fyrir Alþingi, eina tillögu meirihluta þingfulltrúa, til efnislegrar umfjöllunar og í framhaldi, til samþyktar, synjunar eða þá breytinga.  Niðurstaða Alþingis, gæti því orðið allt önnur, en stjórnlagaþingið leggur til.  Og þá verður eflaust spurt: "Afhverju var farið í þetta hundraða milljóna ferðalag, sem stjórnlagaþingið er, til þess eins að ná ekki niðurstöðu um breytingar?"

Það er langt frá því gefið, að þeir kjör hljóti á stjórnlagaþingið, endurspegli þjóðina, á einhvern afgerandi hátt.  Eins og komið hefur fram í áliti stjórnmálafræðings, þá eru lögin um stjórnlagaþing, eða sá hluti  þeirra, er fjallar um kosningu til stjórnlagaþing, þannig uppsett, að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu, hafi meira og betra aðgengi að þjóðinni, þegar til kosninga kemur, heldur en aðrir hópar.

 Hverjar eru t.d. líkurnar gegn því að að þekktur einstaklingur í hópi tuga eða hundraða manna á kjörseðli, til stjórnlagaþings, hljóti minna fylgi en lítt þekktur "landsbyggðarmaður", sem hefði þó yfirgripsmeiri þekkingu á efninu, en þessi "þekkti einstaklingur"?   Hverjar eru t.d. líkurnar á því að fiskverkandi vestan af fjörðum, fái meiri athygli þjóðarinnar, en áberandi einstaklingur í þjóðfélaginu?  

 Mest knýjandi breytingar á stjórnarskrá, sem að Alþingi á að vera fullfært um að afgreiða, án utankomandi aðstoðar, eru meðal annars:"Að setja inn ákvæði í stjórnarskránna, sem kveður skýrt á um að segi ráðherra ósatt í ræðustóli Alþingis, eða annars staðar á vettvangi þingsins, þá beri honum samstundis að víkja, er hann verður uppvís af ósannindunum og ljóst þykir að þau voru fram borin gegn betri vitund." 

Nýlegt dæmi, þar sem þetta ákvæði hefði komið við sögu eru: Ósannindi Gylfa Magnússonar, efnahags og viðskiptaráðherra, varðandi tilvist lögfræðiálita í ráðuneyti sínu, sem hann afneitaði í svari sínu á Alþingi.  Ákvæðið hefði með öðrum orðum skapað ráðherra, er fer vísvitandi með rangt mál, ekki skapað ráðherranum það pólitíska skjól, sem hann og hans ósannsögli dvelur í, heldur hefði honum verið gert að víkja um leið og upp um ósannsöglið kom, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár.

 Einnig á að breyta stjórnarskránni þannig, að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmsu mál.  T.d. 25 eða 30% atkvæðisbærra manna. 

 Breyta 79. greininni á þann hátt, að ekki þurfi, þingkosningar á milli þess sem að ný ákvæði stjórnarskrár taki gildi, heldur dugi aukinn meirihluti t.d. 2/3 eða 3/4 þingmanna þyrftu að samþykkja breytinguna, með því aukaákvæði, að sé "einungis" einfaldur meirihluti fyrir breytingunni, þá kjósi þjóðin um breytinguna.  

Breytingin á 79. greininni, mun svo auðvelda komandi þingum, að gera þær breytingar á stjórnarskrá, er kunna að verða nauðsynlegar í komandi framtíð.

 Lögum varðandi aðskilnað ríkis og kirkju, skal vísa til þjóðarinnar, að lokinni kynningu á kostum og göllum aðskilnaðar.   Eins skal efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um auðlindastefnu þjóðarinnar, að lokinni undirbúingsvinnu, sem tekur til þeirra kosta og galla sem í boði verða, eftir því hvaða auðlindastefna verður ofan á.

Þetta eru fyrst og fremst þær breytingar sem að þarf að gera í þessari atrennu og treysti Alþingi sér ekki til þess að fjalla um þær efnislega og taka um þær ákvörðun, þá eru líka engar líkur til þess að Alþingi taki tillögur stjórnlagaþingsins þeim tökum er meirihluti stjórnlagaþingsins ætlast til að Alþingi geri. Heldur fari þá umræðan um tillögu stjórnlagaþingsins að mestu fram úr "skotgröfum" stjórnmálaflokkana.


mbl.is Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Sæll Kristinn

Ég væri til í að sjá umræðu um fleiri atriði, eins og t.d.

Forsetaembætti, pólitiskt eða "ópólitískt"

Viljum við geta kostið löggjafarvald og framkvæmdavald í tvennum aðskildum kosningum?

á stjórnarskráin að tryggja jafnt vægi atkvæða?

Læt þetta duga að sinni.

Maður er náttúrulega alltaf að pæla

Guðjón Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eru eflaust mýmörg mál sem huga þarf að varðandi þessa stjórnarskrá.  En t.d. forsetaembættið, er í "orði" að mig minnir ópólitískt, en svo hefur teygst á "hefðinni" hvað það varðar. Tekin skref, frá upphaflegu hlutverki, án þess að því sé veitt sérstök athygli, þegar skrefin eru tekin.  En svo átta menn sig eftir X-tíma að kúrsinn sé orðinn kolrangur, vegna þessara smáskrefa.  Án þess að ég sé að vernda forsetann, þá gæti ég allt eins trúað því, að ef að hann hefði ekki tekið þátt í stórum hluta þess, sem hann fær ákúrur fyrir núna, eftir hrun. Þá hefði hann legið undir ámæli í útrásinni, fyrir að vilja ekki leggja hönd á plóginn.

 Kosningalöggjöfina og vægi atkvæða hef ég ekki stúderað nægilega, til þess að tjá mig um hana að svo stöddu.  

 Framkvæmdavalinu, ber að fylgja því sem löggjafinn ákveður, þannig að líklega væri ekki til bóta að kjósa það sérstaklega.  En ráðherrar, valdir úr þingliði, mættu gjarnan segja af sér þingmennsku á meðan þeir eru ráðherrar, enda hvoru tveggja fullt starf. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 20:47

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er sammála þér að stjórnlagaþing þarf ekki til nauðsynlegra stjórnarskrárbreytinga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held líka þar fyrir utan að bæði tíminn og svo jafnvel þekking þeirra sem þingið sitji, nægi til þess að nógu vel verði vandað til verka.

 Svo skiptir nánast engu máli, hvað stjórnlagaþingið leggur til, ef Alþingi er ekki sama sinnis.  Þá dettur vinnan við stjórnlagaþingið, að mestu niður dauð.  Auk þess sem 300 - 700 milljónir fljúga út um gluggann.

Að öllu óbreyttu, eða ríkisstjórnin eða stjórnarflokkarnir hljóta að stefna að því að ljúka kjörtímabilinu, þá verða tvö ár fram að kosningum, þegar stjórnlagaþing skilar af sér.  

 Það á bæði, ef að stjórnlagaþingið á að skila tilætluðu hlutverki, að hafa lengri undirbúning og lengra þinghald.  Niðurstaða vorið 2012 ætti að vera nógu tímalega svo hægt verði að afgreiða nýja stjórnarskrá frá Alþingi fyrir vorið 2013.  Ef að eitt ár er ekki nægur tími fyrir Alþingi til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá eða breytingartillögur frá stjórnlagaþingi, þá eru tvö ár það ekki heldur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.8.2010 kl. 00:34

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég vil fyrst hrósa þér fyrir það að þetta eru fyrstu raunverulegu tillögurnar til breytinga á stjórnarskránni sem að ég hef heyrt. Allann þann tíma sem að rætt hefur verið um gallaða stjórnarskrá, að stjórnarskránni sé að kenna um að hér varð hrun og í umræðunni um stjórnlagaþing hef ég ekki heyrt einn mann nefna dæmi um galla á núverandi stjórnarskrá. Allann tímann hefur verið talað um stjórnarskránna sem gamalt úrelt plagg sem að sem að er einskis virði. Slík umræða er ekkert nema hrópleg vanþekking á stjórnarskránni.

En tillögurnar sem að þú berð fram eru hins vegar álitamál. Að 25-30% atkvæðabærra manna geti fengið þjóðaratkvæðagreiðslu í gegn er allt of lágt hlutfall. Við verðum að gera okkur grein fyrir hvernig lýðræði við búum við. Hér á landi er fulltrúalýðræði þar sem að fulltrúar okkar sitja á þing og fara með löggjafarvaldið. Ef að þessi grein verður sett inn með svona lágu hlutfalli þá vegur það að fulltrúalýðræðinu, veikir Alþingi sem löggjafarstofnun og breytir lýðræðinu í raun í beint lýðræði þar sem að við förum í raun með löggjafarvaldið. Ég ætla ekki að verða ólaunaður þingmaður í þessu landi. Til þess að fara með löggjafarvaldið kýs ég mér þingmenn og greiði þeim laun.

Það er mjög góð ástæða fyrir því af hverju er svona flókið ef svo má að orði komast að breyta stjórnarskrá. Höfundar núverandi stjórnarskrár vildu að það væri flókið af því að þar eru grundvallarréttindi okkar varin. Þeir vildu koma í veg fyrir að kastað væri til höndunum við breytingarnar og þær væru aðeins gerðar eftir mjög langt ferli að mjög vel ígrunduðu máli. Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að breyta þessu, bara af því að kjósendur eru óþolinmóðir.

Varðandi reglur um ráðherra í stjórnarskránna þá er þetta að mörgu leyti sniðug hugmynd. Ég get vel hugsað mér stífa löggjöf um störf ráðherra en að viðurlögin væru í stjórnarskrá. Brjóti ráðherra lög um hans störf þá stendur í stjórnarskrá hvað skuli gera. Einnig mættu slík lög fjalla um störf þingmanna, forseta þingsins, forsætisráðherra, forseta og aðra sem að eru hluti af þrískiptingu valdsins. Lögin fjölluðu um störf þeirra en stjórnarskrá segði til um hvað skuli gera, brjóti þeir af sér.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.8.2010 kl. 05:40

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jóhann ég nefndi bara 25 -30% hlutfall atkvæðisbærra manna sem dæmi.  Það mætti alveg ver 15- 20% eða í rauninni hvað sem sátt næst um. 

Danir eru með svipað ráðherraákvæði og ég nefni.   Svo eiga ráðherrar ekki að gegna þingmennsku meðfram ráðherrastarfi.  Verði kjörinn þingmaður ráðherra, þá á hann að hætta sem þingmaður og varamaður hans að taka sæti hans á þingi.   

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.8.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband