Leita í fréttum mbl.is

Magma og aflandskrónurnar.

Eins og fram hefur komið í fréttum, þá er stór hluti kaupa Magma Energy Sweden A.B. (MES), á HS-Orku, fjármagnaður með svokölluðum aflandskrónum.   Samkvæmt lögum um gjaldeyrishöft er íslenskum fyrirtækjum bannað að nota aflandskrónur til viðskipta eða fjármögnunar.  Reyndar var gerð ein undanþága frá þeim lögum, með setningu sérlaga, fyrir gagnaver þeirra Björgólfs Thors og Vilhjálms Þorsteinssonar, varaþingmanns Samfylkingar, er rísa á  í Reykjanesbæ.

Fram hefur komið í fréttum að fulltrúar Magma, hittu í apríl 2009 starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins, til þess að fá "leiðbeiningar" varðandi það, hvernig best væri að snúa sér í fjárfestingum Magma hér á landi.  Telja má það nær öruggt að strax þá hafi menn rætt stærð þeirrar fjárfestingar, auk þess sem að starfsmenn ráðuneytisins hafa spurt, fulltrúa Magma um það á hvaða hátt fjárfestingin, verði fjármögnuð. Þá hefur komið fram í máli fulltrúa Magma, að stór hluti þeirra fjármögnunar verði í íslenskum aflandskrónum, sem fyrirtækið hafi í fórum sínum.

Einnig hefur komið fram í fréttum af fundum þeirra Magma-manna í Iðnaðarráðuneytinu, að þeir hjá Magma, hefðu helst viljað stofna íslenskt fyrirtæki um fjárfestinguna í HS-Orku, frekar en að fara í "skúffuæfingarnar" í Svíþjóð. Mun þegar hér var komið sögu, hafi Magmamönnum verið ráðlagt frá stofnun íslensks fyrirtækis um fjárfestinguna og þeim tilkynnt að slík fyrirtækisstofnun væri bönnuð samkvæmt lögum.  Nú er svo að hvergi er að finna það í lögum, að bannað sé hér að stofna íslensk fjárfestingarfyrirtæki, þó svo að eigandi þess eða hluthafi þess sé af erlendu bergi brotinn. 

Hitt stendur hins vegar skýrum stöfum í lögum um gjaldeyrishöftin, að flutningur íslenskra fyrirtækja á aflandskrónum, hingað til lands sé með öllu bannaður.  Þá benda líkur til þess, að Magmamönnum hafi verið bent á, af starfsmönnum Iðnaðarráðuneytisins á  "skúffuaðferðina", til þess að komast hjá þessu árans veseni með aflandskrónurnar og Magma Energy Sweden A.B., orðið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sæll Kristinn!

Vil leiðrétta það sem þú segir um undanþágu frá gjaldeyrislögum og -reglum vegna gagnavers í Reykjanesbæ.  Rétt er að öll fyrirtæki sem uppfylla skilyrði um tiltekið hlutfall tekna og gjalda í erlendri mynt geta fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.  Slíka undanþágu hafa m.a. Marel og Össur, álverin og tugir annarra fyrirtækja.  Núgildandi lista má sjá á vef Seðlabankans, nánar til tekið hér.

Varðandi fjárfestingarsamninga almennt bendi ég á þessa færslu á blogginu mínu.

Með kveðju, -- Vilhjálmur Þorsteinsson

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.7.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Takk fyrir það Vilhjálmur. Menn geta þá séð þá leiðréttingu hér í athugasemdunum. 

En eruð þið Verne Holding-menn ekki fylgjandi því og jafnvel fáanlegir til þess að biðja um að "sérlögin" vegna ykkar verði sameinuð lögum um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga, til þess að taka af öll tvímæli um mismunun, eins og fréttir hafa borist um að erlendir fjárfestar telji að sé í gangi vegna "sérlagana"?

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.7.2010 kl. 01:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Lög um gerð fjárfestingarsamnings vegna gagnaversins eru með sama sniði og tíðkast hefur vegna sambærilegra verkefna, t.d. álveranna (lög um fjárfestingarsamning vegna Norðuráls má sjá hér.)  Ég fullyrði að gagnaversverkefnið fær enga fyrirgreiðslu umfram það sem tíðkast hefur í sambærilegum tilvikum; þvert á móti eru ívilnanir í ýmsum atriðum minni en hjá Norðuráli svo dæmi sé nefnt.

Það er hins vegar mjög til bóta að nú stendur til að setja almenna rammalöggjöf um hvata til erlendrar fjárfestingar.  Gagnaversverkefnið var of snemma á ferð til að falla undir þau væntanlegu lög, en það hefði komið í sama stað niður á endanum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.7.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband