Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar, þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna og Magma-málið.

Í maí síðastliðnn var undirritaður sá samningur milli Geysir Green Energy ( hér eftir GGE) og Magma Energy Sweden (hér eftir MAS).  Þá tóku þingmenn Vinstri grænna, smásnúning á málinu, Lilja Mósesdóttir á Facebooksíðu sinni og svo Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna í viðtali við fréttamann  RÚV, þar sem hann svarar ásökunum þeim, sem Lilja setur fram á Facebooksíðu sinni.

 Hér að neðan birtist fyrst "innleggið" af Facebooksíðu, Lilju og síðan orð Árna í viðtalinu, við fréttamann RÚV:

"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."

 

Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu.

 Þarna kemur skýrt fram hjá tveimur þingmönnum Vg að málið var tekið upp á þingflokksfundi Vinstri grænna, um það leiti sem að, nefnd erlenda fjárfestingu, komst að því í fyrra skiptið, að MAS uppfyllti öll skilyrði um að vera fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu, þegar MAS hafði keypt þriðjungshlut OR í HS-Orku. 

 Verður að telja það nær 100% öruggt að málið hafi því þá verið tekið upp í ríkisstjórn og rætt, á einhvern hátt. Líklegast hefði minnsta fyrirhöfnin verið fyrir ríkið að kaupa sig inn í samning OR og MAS og síðan samning GGE og MAS.  Fjármunir til slíks lágu hins vegar ekki á lausu, enda Ríkissjóður tómur og því þá, í rauninni, lagasetningin ein eftir.  Lagasetning hefði þá líklega verið í formi "bráðabrigðalaga" sem stöðvað hefði frekari viðskipti MAS, hér á landi, á meðan lögum um erlenda eignaraðild í orkufyrirtækjum yrði breytt, t.d. þannig að erlendur aðili, gæti ekki átt meira en 49% í íslensku orkufyrirtæki, svipað og er með sjávarútvegsfyrirtækin og Íslendingar fengu "undanþágu" fyrir er EES-samningurinn var gerður á sínum tíma.  Reyndar hefði slík lagabreyting kallað á undanþágu, frá EES-samningnum, sem að varla hefði þótt í takt við ESB-umsóknina og eflaust sett umsóknina í uppnám og líklegast slegið hana út af borðum í Brussel. Það kann að skýra andstöðu Samfylkingarinnar fyrir þessum lagabreytingum sem þurft hefði að gera.

 Það er samt ekki að sjá, að sé ESBumsókninni haldið fyrir utan þetta, að undanþágan hefði verið auðfengin, enda er Noregur með lög um að erlendir aðilar, hvort sem þeir komi af EES-svæðinu eða annars staðar frá, megi aðeins eiga 30% í norskum orkufyrirtækjum.  Það er því til fordæmi á EES-svæðinu fyrir slíkum lögum og því hefði vel verið hægt að sækja slíka undanþágu, ef að vilji hefði verið fyrir hendi.

 Þá komum við að þætti þeirra Vg-liða sem hafa haft hvað hæst í þessu máli. Bæði Ögmundur og Svandís, sátu í ríkisstjórn, er þessi mál voru rædd, síðasta haust. Ögmundur hætt ekki í ríkisstjórn, fyrr en rúmum mánuði, eftir að þetta mál kom upp síðsumars í fyrra.  En Svandís hefur setið í ríkisstjórninni, frá stofnun hennar, 10. maí til dagsins í dag.  Svo eru það þær Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir, ásamt Atla Gíslasyni, sem eru í þingflokki Vinstri grænna.  Þó svo að síðuritari, sitji ekki þingflokksfundi Vinstri grænna og mun væntanlega aldrei gera, þá ályktar síðuritari svo að á þingflokksfundunum, seú rædd þau mál, sem ríkisstjórnin hyggst setja á "oddinn", þau nýju lög sem hún hyggst setja og breytingar á þeim lögum, sem þegar eru í gildi, en þurfa í ljósi breyttra aðstæðna, breytinga við.  Ofangreindum þingmönnum Vg, hlýtur því, ef að hugur hefði fylgt máli, verið farið að lengja eftir lögum, eða lagabreytingum, vegna viðskipta MAS.  Þögn þessara þingmanna fram í maí á þessu ári, þegar samningsgerð vegna viðskipta MAS og GGE lauk, er því með öllu óskiljanleg.

 Það verður líka að segja að hlutur fjölmiðla í þeirri viðleitni sinni að fjalla um málið allt, frá öllum hliðum, er vægast sagt rýr og margar spurningar, látnar liggja milli hluta. 

Spurningar til Ögmunds og Svandísar: Hver voru ykkar viðbrögð við ríkisstjórnarborðið er Samfylkingin hafnaði lagasetningu, vegna málsins? Afhverju þögðuð þið yfir þeirri staðreynd að Samfylkingin hafnaði lagasetningu? 

 Þingmennina sem utan ríkisstjórnar hafa verið allan tímann, mætti spyrja:  Fannst ykkur það líklegt, eftir að hafa ekkert heyrt af málinu í ríkisstjórn, mánuðum saman, að ríkisstjórnin, væri að gera eitthvað "raunhæft" í málinu?  Afhverju fylgduð þið "málinu" ekki fastar eftir, á meðan hægt var að koma fyrir, viðskipti GGE og MAS, með lagasetningu og/eða lagabreytingu?

  Á meðan þessar spurningar liggja óspurðar og þar með svörin fyrir þeim ekki ljós, þá eru það ekki bara þingflokkur Vinstri grænna og ráðherrar flokksins, sem að uppskera falleinkunn, fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar, heldur eru fjölmiðlarnir allir sem einn einng handhafar þessarar falleinkunnar, fyrir það að upplýsa ekki þjóðina, um málið frá öllum hliðum.

 


mbl.is Telur söluna á HS Orku ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband