Leita í fréttum mbl.is

Að verja hagsmuni, eða fara að lögum?

"Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins byggja á þeirri afstöðu þeirra að hvorki séu lagaleg né efnahagsleg rök fyrir því að vaxtakjör sem áður tóku mið af erlendum millibankavöxtum haldist áfram eftir að tenging þess hluta höfuðstólsins sem bar slíka vexti við viðkomandi gjaldmiðil hefur verið rofin með dómi Hæstaréttar. Þetta kom fram í máli Arnórs Sighvatssonar, aðstoðaseðlabankastjóra á fundi með fréttamönnum í morgun."

 Erfitt er að túlka orð Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra öðruvísi, en að Hæstiréttur hafi ekki lengur síðasta orðið í dómsmálum hér á landi, þrátt fyrir það að það sé kveðið á um slíkt í stjórnarskrá. 

 Vera má að SÍ og FME, hafi notið ráðgjafar og leiðsagnar færustu lögspekinga landsins, til þess að komast að þessari niðurstöðu, þó svo að niðurstaðan sé á pari við yfirlýsingar Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra.  

 Það er samt í ljósi dóms Hæstaréttar, erfitt að sjá efnisleg og lagaleg rök fyrir þessum tilmælum, þar sem dómur Hæstaréttar, tók ekki til vaxtakjara, þessara myntkörfulána, heldur eingöngu til gengistryggingar höfuðstóls lánana.  Dómur Hæstaréttar, kvað á um að þessir lánasamningar, væru löglegir að öllu leyti nema því að ekki mátti nota gengisviðmið, við útreikninga á höfuðstól þeirra.  Allt annað í þessum lánasamningum stendur, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Það er með örðum orðum, þannig, að það er í rauninni nóg að taka úr þessum lánasamningum, allt sem lýtur að gengistryggingu en láta allt annað standa.

 Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, að enginn hafi reiknað með því, að ef að gengistryggingin yrði dæmd ólögleg, þá myndu samningsvextir standa.  Í þessu samhengi skiptir engu máli, hvað menn halda eða héldu.  Hér skiptir dómsorð Hæstaréttar öllu máli, enda hefur Hæstiréttur Íslands lokaorðið í málum sem þessum, en ekki hvað menn halda eða búast við, óháð hugsanlegu "tjóni" fjármálafyrirtækja, vegna fullnustu dómsins.  


mbl.is Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband