Leita í fréttum mbl.is

ESB, ESA, Icesave og "vörn" íslenskra stjórnvalda.

 Núna þegar þessi orð eru skrifuð, eru ca. fjórar vikur, þangað til sá frestur rennur út, sem íslensk stjórnvöld hafa, til þess að grípa til varna, vegna úrskurðar ESA í Icesavedeilunni.

 Þegar forsetinn synjaði Icesavelögunum staðfestingar í janúar sl., tóku Bretar og Hollendingar, þann eðlilega pól í hæðina, að stjórnvöld, ein sér, hefðu ekki umboð þjóðarinnar, til frekari samninga og kröfðust þess, ef að viðræður ættu að fara í gang, þá þyrfti einnig stjórnarandstaðan að koma að því ferli.  Þjóðin tók svo undir þetta umboðsleysi stjórnvalda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars sl.

 Sama hversu oft stjórnvöld endurtaka það, að ESB-umsóknin og Icesavedeilan, séu óskyld mál, þá breytir það engu með það, að þessi tvö mál eru náskyld.  Styttri útgáfan af deilunni er sú, að gráðugir íslenskir bankamenn, nýttu sér þær glufur sem í regluverki ESB voru, til þess að stofna til þessara reikninga og þessar sömu glufur, leyfðu einnig þeim þá meðferð á því fé sem inn  á þessa reikninga  var lagt.

 Réttlát lausn deilunnar, að mati meirihluta íslensku þjóðarinnar, væri því stórt áfall fyrir ESB og myndi eflaust valda, ekki minni usla en ástandið í Grikklandi og yfirvofandi ástand í öðrum ríkjum Suður-Evrópu.  Réttlát og í raun lausn á lagalegum grundvelli, væri því ekkert annað en áfall, fyrir stefnu Samfylkingar varðandi ESB-aðild, enda varla við því að búast umsókn Íslendinga yrði tekið jafn "fagnandi" af ríkjum ESB, eftir slíkar lyktir málsins.

 Litlar fréttir hafa hins vegar borist af því, hvort að tekið verður til varna, gegn ESA af þeim aðilum, sem bæði viðsemjendur okkar og þjóðin, hafa í raun sagt að hafi hafi umboð til að leysa deiluna, þ.e. að ekki er vitað til þess að stjórnvöld, ætli að hafa eitthvað samráð við stjórnarandstöðuna, um það, á hvaða hátt skuli tekið til varna gegn úrskurði ESA.

 Það er því alveg ljóst að varnir Íslendinga gegn úrskurði ESA, verða ekki í umboði íslensku þjóðarinnar, heldur í umboði ESB-umsóknar Samfylkingar, studdri af Vinstri grænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er hörmulegt til þess að hugsa

Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 19:08

2 identicon

Ef okkur tekst að finna lausn út úr þessu vandamáli, þá höfum við ekki aðeins náð réttlæti fyrir hönd sjálfra okkar, heldur opnað leið fyrir aðrar þjóðir sem beittar eru órétti, þar á meðal mörg fátækustu ríki heims, en eymd víða í heiminum á sér fyrst og fremst rætur í gífurlegum skuldum þjóðarinnar, sem veldur því ekki er hægt að byggja spítala eða skóla, það þarf að borga og borga skuldir. Eymdin á Haítí var til dæmis jafn mikil fyrir hamfarirnar, sökum skulda þeirra við Frakka, en vegna þessa áratuga skuldafangelsis komast þeir ekki upp úr hjólförunum til að geta veitt þegnum sínum lágmarksþjónustu svo sem sjúkrahús, eða skapað þeim atvinnu, allt rennur í skuldirnar sem hækka og hækka hvernig sem er borgað.

 Ef við ætlum að leggjast flöt fyrir spillingaröflunum í heiminum og leyfa þeim að nýðast á okkur sjálfum, börnunum okkar og komandi kynslóðum þessa lands, höfum við ekki aðeins svikið land okkar, þjóð, menningu, forfeður okkar sem bárust fyrir okkur, strituðu og erfiðuðu svo við mættum byggja betra líf á grunni erfiðis þeirra, .......heldur höfum við einnig svikið allan heiminn, þar á meðal þá sem verst líða í þessum heimi, fátæka fólkið sem Evrópuríkin nýðast á. 

Þar kemur inn enn ein skuggahliðin á Evrópubandalaginu. Ef við göngum í það verður erfiðara, sökum skrifstofubáknsins, og dýrara, að flytja inn frá löndum sem ekki eru í ESB, sérstaklega þróunnarlöndum sem mest þurfa á útflutningi að halda. Það verður dýrara og erfiðara að flytja inn vörur frá Afríku til dæmis, því við verðum að gera það gegnum skrifstofubákn út í Brussel og borga fyrir það gjöld. Að ganga í þetta bandalag er að innlima sig inn í það, mála sig út í horn með gömlum hnignandi heimsveldum og kúgurum sem beita fátækar þjóðir órétti, ríkjum sem fer hnignandi, jafnvel miðað við Bandaríkin, meðan viðskipti í Asíu og víðar eru að blómstra, en það er erfiðara og flóknara fyrir ríki í ESB að eiga viðskipti við Asíu og svo framvegis líka, en ríki sem er sjálfstætt og óháð og velur sína viðskiptamenn, samstarfsmenn og bandamenn eftir hagsmunum og stöðu mála hverju sinni.

 Svo eiga Íslendingar, hvort sem þeim líkar betur eða verr, það að þeir gátu risið upp úr fátækt mest sjálfum sér, og svo Bandaríkjunum að þakka. En Bandaríkin hafa lengi verið öflugur bandamaður okkar á bak við tjöldin, og þarf engan her hér til að halda þeim samskiptum, það er of mikið sameiginlegt með þjóðunum, jafnvel ideólógían, mítan, og sjálfsmyndin, þjóð hinna "frjálsu","lýðræðis þjóðin", "sjálfstæða þjóðin", því við erum ekki konungsveldi og vorum aldrei, og svo framvegis. Bandaríkjamenn hafa alltaf kunnað mjög vel við okkur. Þeim samskiptum er ógnað ef við göngum inn í Evrópubandalagið. 

 Ýmislegt annað er í húfi líka. Það var heldur ekki "Evrópa gamla" sem hjálpaði okkur að vinna þorskastríðið eða hjálpaði okkur að losna við Danakonung. En við gerðum það ekki ein og sér...Þar komu önnur öfl til, sem verða okkur ekki jafn hliðholl og áður ef við innlimum okkur í bandalag með gömlu kúgurum heimsins.

Anna (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband