Leita í fréttum mbl.is

Flokksráðsfundir stjórnarflokkanna.

Í það minnsta tvær vikur, hefur legið ljóst fyrir að á sömu helginni í lok júní, verði aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins og stjórnarflokkarnir halda sína flokksráðsfundi. Þrátt fyrir það virðast fjölmiðlar landsins, alveg hafa gleymt, flokksráðsfundunum, heldur velt sé upp úr öllum mögulegum og ómögulegum erjum, sem kunna að eiga sér stað á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Hvort einhver bjóði sig fram gegn formanni flokksins og þá hver, ásamt því sem að fjölmiðlar hafa verið uppteknir af því að finna flokknum nýjan varaformann og uppdikta, einhverjar fléttur sem þar gætu komið.  Fjölmiðlar hafa miklar áhyggjur af því hvort landsfundinn samþykki ályktun, gegn ESB-umsókninni, hvort flokkurinn klofni þá og stofnaður verði nýr hægri flokkur, með ESB-áhuga.

 Fari svo að flokkurinn klofni, þá verður bara að vera svo, enda varla gott að halda uppi góðu flokksstarfi og skýrri stefnu, með "ESB-ráfandi sauði" innanborðs.  Nú kann einhver að segja að þetta muni kosta flokkinn, mikið fylgi.  Ég tel að svo þurfi ekki að vera.  Í síðustu þingkosningum, þá var flokknum refsað, bæði fyrir að hafa verið við völd í hruninu og vegna þess hversu "volgur" hann var í ESB-afstöðunni.

  Sá hluti "fastafylgisins" sem færðist yfir til Samfylkingar, kom að mínu mati frá ESB-ráfandi sauðunum að mestu og mun því þessi, hugsanlega nýi hægri flokkur, plokka fylgi af Samfylkingunni, eða í það mesta, mun meira fylgi en af Sjálfstæðisflokknum.  Sá hluti "fastafylgisins" sem vildi refsa flokknum, fyrir "hrunið", en var í andstöðu við ESB, kaus að stórum hluta VG, enda fékk sá flokkur óeðlilega góða kosningu, eða þá Borgarahreyfinguna.  Fólki eru nú orðin ljós afrek þessara tveggja flokka, eftir kosningar og mun því stórhluti þess fylgis sem flúði til þessara flokka, frá Sjálfstæðisflokknum, skila sér til baka.

 En snúum okkur þá að þessum flokksráðsfundum, sem ættu í rauninni að valda jafnmiklum, ef ekki meiri hugarangri hjá fjölmiðlum, bloggurum og álitsgjöfum, þar sem niðurstöður, eða skortur á niðurstöður þeirra funda hafa meira að segja um þá atburði, sem gætu átt sér stað hér á landi, á næstu vikum og mánuðum.  Þessir tveir flokkar eru jú þeir flokkar sem nú um stundir eru við völd.

Hvernig munu Vinstri grænir álykta varðandi ESB? Hvernig munu Vinstri grænir álykta um stöðu heimilana? Hvernig munu báðir flokkarnir álykta varðandi dóm Hæstaréttar?  Hvernig munu Vinstri grænir álykta um stöðu Icesavedeilunnar?  Hvernig munu Vinstri grænir álykta um Stjornarráðsfrumvarp forsætisráðherra? Mun órólega deildin í Vinstri grænum gera uppreisn? Mun Samfylkingin setja Vinstri grænum afarkosti? Munu Vinstri grænir setja Samfylkingu afarkosti?

Þetta eru nú bara þær helstu spurningar, sem ég held að fjölmiðlamenn mættu með ósekju snúa sér að, þar sem niðurstöður eða skortur á þeim af flokksráðsfundum stjórnarflokkanna, mun hafa meiri áhrif á fólkið í landinu, þ.e. lesendur, hlustendur og áhorfendur, þessara fjölmiðla.  

 

  


mbl.is Dagskráin liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband