Leita í fréttum mbl.is

Réttmæt eða ekki?

Hvað öll þessi styrkjamál varðar, þá skulum við láta það liggja á milli hluta, hvað styrkirnir voru háir og hverjir fengu þá.  Við skulum heldur skoða eftirfarandi atriði:

1.  Fyrir kosningar vorið 2009, lágu þessar upplýsingar fyrir og þjóðin tók ákvörðun um að "treysta" nokkrum þessara styrkþega, með því að kjósa þá, eða flokkana þeirra.  Kjósendur hafa reyndar þann kost að strika yfir þá frambjóðendur, sem þeir vilja ekki á listanum, en sá sem fékk flestar útstrikanir, var að mig minnir, Björgvin G. og ekki var það vegna styrkja.

2. Styrkir þessir voru allir, eftir því sem best er vitað, aflað samkvæmt lögum og í takt við þau vinnubrögð sem tíðkast höfðu í áraraðir og í takt við þann tíðaranda sem að þá ríkti.  Fólk getur svo stundað eilífar hártoganir um það, hvort þessi tíðarandi, lög eða vinnubrögð, hafi verið á siðferðilegum grunni, eða ekki.

3. Þrátt fyrir það að allar upplýsingar varðandi styrkina hafi legið fram í eitt ár, hið minnsta, fram að birtingu skýrslunnar, þá voru ekki uppi kröfur um afsagnir, fyrr en skýrslan birtist. Mig grunar að þeir fjölmiðlar, sem hæst hrópuðu á afsögn, einstakra manna eða kvenna, eða þeir sem skrifa pistla á pistla á þessa miðla, stundi á einn eða annan hátt hagsmunagæslu fyrir einhvern þeirra útrásarvíkinga, sem bornir eru hvað þyngstum sökum í hruninu.  Birting á áður birtum upplýsingum um þessa styrki, í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, voru því vopn í höndum þeirra manna og sem barist hafa á hæl og hnakka fyrir hagsmunum, þeirra sem hruninu ollu og reynt hafa að gera hlut þeirra minni með því að benda á aðra.

4. Eins vissu allir vorið 2009 að þessi fyrirtæki sem veittu þessa styrki, komu mjög við sögu í atburðarásinni fyrir hrun og var því niðurstaða skýrsluhöfunda, eingöngu staðfesting á því löngu var vitað.

 Ég hef lengi haft lítið álit á Steinunni Valdísi sem stjórnmálamanni, en býst samt alveg við því að hún hafi oftast nær verið á "pari" við þau viðhorf og skoðanir sem að hún hefur og hún hefur verið kosin út á.  Flokkurinn hennar, Samfylkingin, skipaði hana formann Alsherjarnefndar, einn af forsetum Alþingis og varaformann þingflokksins, þrátt fyrir alla þessa vitneskju og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn VG, féllst á þessa skipun í tvö fyrrgreindu embættin.  Það gerðu þessir tveir flokkar væntanlega vegna þess, að þeir töldu Steinunni hafa umboð kjósenda Samfylkingar, fyrst nógu margir strikuðu hana ekki út.

 Ég hef ekki ástæðu til að ætla en að aðrir þingmenn, sem á þessum styrkjalista eru, hafi eftir fremsta megni reynt að fylgja lífviðhorfum sínum og skoðunum í starfi. Lífsviðhorfum og skoðunum, sem þeir voru kosnir útá og gegna því embætti þingmanna fyrir sína flokka.

 Þegar Steinunn Valdís hverfur á braut, sest í hennar sæti á þinginu Mörður Árnason.  

 Er Mörður Árnason, þess verðugur að taka sæti hennar við þessar aðstæður?

 Ég spyr eftir stutta heimsókn á bloggsíðu Marðar á Eyjunni, þar sem hann meðal annars viðurkennir eða ætlast til þess að sæta ákæru fyrir að ráðast á Alþingishúsið og tekur þátt í því að hilma yfir með þætti forsætisráðherra í máli tengdu launum Seðlabankastjóra.

 Hér viðurkennir Mörður, eða krefst þess að sæta ákæru fyrir þátt sinn í árásinni á Alþingishúsið:

Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna, þótt þarmeð sé ekki tekið undir hvert stóryrði í textanum. Þeir sem skrifa undir telja sig jafnseka í „árásinni" og hina níu sem nú koma fyrir rétt.

Kærðu mig líka, Ásta!

 Og hér kemur blogg hans í heild, þar sem að hann biður Má, Seðlabankastjóra um að setja ekki fulltrúa Samfylkingarnar í þá stöðu að þurfa að uppfylla loforð Forsætisráðherra um launakjör sín. Fyrir þá sem ekki muna, var tillaga um launahækkun Má til handa, flutt í bankaráði Seðlabankans, vegna loforða frá Forsætisráðuneytinu.

Þú hefur staðið þig frábærlega hingað til, góði seðlabankastjóri, og átt örugglega eftir að gera enn betur. Þegar þú tókst við starfinu voru hinsvegar tiltekin launakjör í boði - í meginatriðum taxti forsætisráðherra - á þeim kjörum réðstu þig til starfa á Íslandi og hjá Íslandi.

Við höfum því miður ekki efni á að hækka launin þín. Enda engin stórkostleg ástæða til.

Stundum verður bara að hlusta á Kennedy: Ekki spurja hvað landið þitt geti gert fyrir þig heldur hvað þú getir gert fyrir landið þitt. Maður með milljón á mánuði hefur að minnsta kosti alveg efni á því.

Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana.

 Ég að þessu öllu sögðu ofansögðu, satt best að segja, veit ekki hvort að þessi þjónkunn við "órökstuddar" upphrópanir um afsagnir þingmanna, séu þegar allt kemur til alls, nokkuð til þess að auka veg og virðingu Alþingis.  Auk þess sem að í þessum mánuði, hafa forystu menn stjórnarflokkana, báðir orðið uppvísir af lygum. Jóhanna vegna Seðlabankans og Steingrímur vegna Magma Energy.

  Væri þessum áhugamönnum og konum ekki nær að "hrópa" á afsagnir þeirra, sem á svo áberandi hátt brjóta af sér í starfi, frekar en þeim sem safnað hafa styrkjum á löglegan hátt?  Ég bara spyr

 


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Það ber að taka á hvoru tveggja - styrkþegunum - siðlausu og afglöpum / afbrotum í störfum.

Benedikta E, 27.5.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég tel afglöpin mikilvægari og í ættu að vera í forgangi.

 Það er líka spurning, hvaðan hugtakið "siðlaus styrkþegi" er komið? 

 Hver smíðaði það "hugtak fyrir þjóðina?  Þjóðin fannst þetta fólk ekki siðlaust fyrir ári síðan, þó þjóðin vissi um styrkina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar ég var í háskólabíó sagði Ingibjörg ég er ekki viss um að þig séuð þjóðin og það varð henni að falli! Kristinn ekki láta það verða þér að falli allavega var ég með á nótunum þegar fyrir hrun og gerði allt sem í mínu valdi til að stöðva þessa óráðsíu en allt kom fyrir ekki styrkþegarnir áttu að sjá þetta sjálfir en ekki við!

Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 00:59

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er alveg meðvitaður um það, hver eða hverjir eru þjóðin.

 En slær það ekki soldið skökku við að mest af orku "þjóðarinnar", hefur farið að krefjast afsagnar þessara styrkþega í stað þess að mótmæla því t.d. að enn séu í ríkisstjórninni þrír ráðherrar sem voru í hrunstjórninni, þar af tveir sem komu töluvert við sögu í atburðarrásinni, fyrir hrun?

 Slær það ekki skökku við, að vart er hægt að merkja það að þjóðin  beini viðskiptum sínum annað en til  fyrirtækja Jóns Ásgeirs og annara sem voru í framvarðarsveit þeirra sem rændu bankana?

 Slær það ekki skökku við að þjóðin mótmælir því ekki að í það minnsta tveir bankana, stuðli að því að Jón Ásgeir og fleiri, bankaræningjar stundi enn fyrirtækjarekstur hér á landi?

 Þeir styrkþegar sem enn eru á þingi, fengu umboð þjóðarinnar, til setu þar þrátt fyrir að upplýsingar um styrkina lágu fyrir, áður en umboðið var veitt.

 Finnst fólki (þjóðinni) það virkilega ekki umhugsunnarefni, að við birtingu skýrslunnar, þar sem menn ( sem meira að segja ráða yfir fjölmiðlasamsteypum í dag) eru bornir mun þyngri sökum, en styrkþeganir, sleppi nánast við umtal, eftir birtingu skýrslunar?

 Hefur einhver (þjóðin) velt því fyrir sér, erinda hverra þeir fjölmiðlar eða pistlahöfundar þeirra ganga, sem hrópað hafa hæst á afsagnir þingmanna, vegna styrkjana? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband