Leita í fréttum mbl.is

Aðkoma Björgólfs það eina sem orkað getur tvímælis?

Ég vil taka það fram í upphafi að ég er fylgjandi framkvæmdinni sem slíkri.
það er í rauninni ýmislegt sem tengir Björgólf og Landsbankann gamla sem hann "átti" frá einkavæðingu að hruni.
Nokkrum mánuðum eftir einkavæðingu Landsbankans, sem að Samfylkingin nota bene fordæmdi á sínum tíma, var Björgólfur eldri gestur landsfundar Samfylkingarinnar fyrir kosningar 2003. Hann mun þar hafa talað í einhverri málstofu og kemur umræðu efnið þar kannski málinu lítið við. En svo er gengið til kosninga og inná þing fyrir Samfylkinguna er kjörinn Ásgeir Friðgeirsson. Hann afþakkar reyndar þingsætið og gerist í staðinn talsmaður þeirra Björgólfsfeðga. Eins og Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir í skýrslunni, þá hófust fljótlega upp úr þessu greiðslur bankans á fjöldan allan af kennitölum á vegum Samfylkingarinnar.
Þessum tíma var Ingibjörg Sólrún nýhætt sem borgarstjóri í RVK til þess að gerast forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í kosningunum 2003. Í hennar stað settist Þórólfur Árnason ( kannski bara eintóm tilviljun, en hann er bróðir Árna Páls félagsmálaráðherra), Þórólfur hrökklaðist síðan úr embætti borgarstjóra, þegar upp komst um þátt hans "Olíusamráðsmálinu" og tók þá Steinunn Valdís við borgarstjóraembættinu.
Á þessum tímum voru þeir Landsbankamenn eða nýstofnuð fyrirtæki bankans mjög stórtæk í fasteignakaupum í borginni, mest í 101. Flest þessi fasteignakaup, voru í rauninni bara kaup á þeim lóðum sem húsin stóðu á, því nær undantekningalaust, stóð til að rífa þau hús sem keypt voru og byggja eitthvað nýtt á lóðinni. Slíkar framkvæmdir þurfa auðvitað að fara í gegnum skipulag borgarinnar og því varla hægt að búast við því að menn kaupi fasteign á lóð, sem þeir ætla að breyta skipulaginu á, nema með von um vilyrði skipulagsyfirvalda.
Þegar tónlistarhúsinu var valinn staður í austurhöfninni þá kom þar að fyrirtæki á vegum Landsbankans, sem fékk auk þess byggingarétt á þeirri lóð sem húsið rís núna á, heldur var lóð undir hótel og önnur mannvirki og átti þetta allt að ná frá núverandi staðsetningu tónlistarhússins að Kolaprotinu og Bæjarins bestu. Þetta var ákveðið á vakt Samfylkingar í borgarstjórn, þrátt fyrir alla þá fordæmingu flokksins á því örfáum árum áður, að "þessum" mönnum skyldi hafa verið "gefinn" annar ríkisbankinn.
Innan Samfylkingarinnar, starfaði eða starfar stýrihópur um orkunýtingu. Formaður þess hóps heitir Vilhjálmur Þorsteinsson. Sá Vilhjálmur hefur starfað innan Samfylkingarinnar að ýmsum verkefnum, t.d. tók hann sig til og "súmmaði" Icesave-skuldaklafann, niður í svotil ekki neitt í Silfri Egils, þegar áróðursstríð Samfylkingarinnar fyrir því að þjóðin tæki á sig þann klafa.
Vilhjálmur og Björgólfur Thor eru viðskiptafélaga t.d. starfa þeir saman sem slíkir í CCP.
Vilhjálmur er líka viðskiptafélagi Björgólfs Thors varðandi byggingu gagnaversins á Suðurnesjum.
Skyldi það vera enn ein tilviljunin að Björgólfur leggi í slíka fjárfestingu, með formanni stýrihóps um orkunýtingu, sem starfar á vegum flokks iðnaðarráðherra, sem einmitt fer með orkumálin og þar með orkunýtingu.
Þetta mál lyktar mjög af því sem að núverandi formenn stjórnarflokkana, notuðu gjarnan skammaryrðið "einkavinavæðing" yfir.
mbl.is Skilur réttláta reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband