Leita í fréttum mbl.is

Allt við það sama hjá Skjaldborginni.

Stjórnvöld hafa kastað inn "hvíta handklæðinu" varðandi skuldavanda heimilana.  Fólk er beðið um að gera sér engar vonir um skuldaleiðréttingar eða afskriftir, þrátt fyrir rúmlega ársgamalt loforð stjórnvalda um slíkt.

Ríkisstjórnin er einnig búin að kasta inn "hvíta handklæðinu" varðandi Icesave.  Yfirlýsing stjórnvalda um að greiða ólögvarða Icesavekröfu Breta og Hollendinga með vöxtum, er í rauninni bara yfirlýsing um að ganga gegn úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars sl. Samningur byggður á þessari yfirlýsingu stjórnvalda er í rauninni samhljóða síðasta tilboði Breta og Hollendinga í deilunni, að því undanskildu að vextir eru lægri og einhver vaxtafrí ár í boði.   Slíkur samningur kallar á samskonar lög og voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni og það er beinlínis lygi hjá stjórnvöldum að segja að lítið hafi borið á milli þegar samningaviðræðum var hætt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Eini sannleikurinn sem gæti leynst í "lyginni" er það ber það eina á milli hjá stjórnvöldum og viðsemjendum okkar er það að panta flug til London, skrifa undir og koma með skuldaklafann enn á ný heim í búningi "farsællar lausnar" og taka slaginn á ný við þing og þjóð.  Það er aftur á móti himinn og haf á milli vilja stjórnvalda og vilja þjóðarinnar, samkvæmt úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og í raun á milli þess eina samningsumboðs sem að stjórnvöld hafa, sem er það samningsviðmið sem samþykkt var í viðræðum leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, áður en haldið var til viðræðna við viðsemjendur okkar í London, nokkrum vikum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
 Stjórnvöld ákváðu hins vegar ( meðal annars vegna glórulausar umsóknar ríkisstjórnarinnar ( að kröfu Samfylkingarinnar) að ESB.  Icesave og ESB er víst tengt saman hvað sem Jóhanna, Steingrímur og hinir í Bretavinnunni segja, því að lausn Icesavedeilunnar snýst um afgreiðslu málsins á þann hátt að regluverk ESB bíði sem minnstan skaða og sambandið eigi ekki yfir höfði sér fjölda málssókna vegna gallaðs regluverks) að taka því sem kallað var "betra tilboð",en andstaða stjórnarandstöðu við tilboðið varð til þess að ekki var gengið að því, enda var það efnislega byggt á þeim samningi sem þjóðin var að fara að kjósa um, en með vaxtaafslætti.
  Eftir að þetta "betra tilboð" birtist þá hófu stjórnvöld og þeirra nánustu samverkamenn í Bretavinnunni að bera út þann áróður að þjóðaratkvæðagreiðslan væri "marklaus skrípaleikur og lagðist forsætisráðherra meira að segja svo lágt að viðhafa þau orð í ræðustóli Alþingis og hlýtur það að teljast einsdæmi í mannkynssögunni að forsætisráðherra lýræðisríkis, segi þjóðaratkvæðagreiðslu "marklausan skrípaleik.
  Svo einbeittur var vilji stjórnvalda að eyðinleggja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að samninganefndinni var skipað að hanga úti í London í heila viku yfir engu í þeim eina tilgangi að telja þjóðinni trú um að lausn málsins væri í sjónmáli, þó svo að himinn og haf hafi allan tíman verið á milli aðila málsins.

 Það sem sagt er í áliti AGS varðandi það að endurskipulagning bankana sé á undan áætlun vekur líka ugg að því leyti að það hlýtur þá að þýða að hlutverki skilanefnda bankana lýkur fyrr en ætlað var.  Það myndi kannski ekki hljóma illa ef að til væri almenn vissa um það hverjir taki við bönkunum þegar skilanefndirnar víkja.  Það eina sem vitað er í því efni er að kröfuhafarnir taki við bönkunum, en sá galli fylgir því að ekki fæst uppgefið af skilanefndunum hverjir þeir eru. 
  Kröfur í gjaldþrota banka og gjaldþrota fyrirtæki, ganga gjarnan kaupum og sölum á þeim tíma sem að þrotabúin eru í meðferð og gæti því í rauninni listi kröfuhafa tekið daglegum breytingum, enda getur krafa í þrotabú skipt um eiganda við eina millifærslu í banka, hvar sem er í heiminum.
  Það hafa af og til verið uppi raddir að í hópi kröfuhafa séu eigendur gömlu bankana og er það í rauninni ekki ólíklegt, þar sem ekkert hefur náðst til baka af svokölluðum "Tortolapeningum.

 Setja þarf lög fyrr en seinna um upplýsingaskyldu skilanefnda bankana til Alþingis.  Alþingi getur ekki, hvorki sem löggjafi eða eftirlitsaðili framkvæmdavaldsins látið það líðast að vera haldið í "myrkrinu" gagnvart því hverjir eigi nýju bankana. 

  Mér er því til efs að það sé næg innistæða fyrir "bjartsýni" stjórnvalda með horfur næstu missera.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband